top of page

Lokaverkefni 2017

Um okkur

Við heitum Ásdís og Hrefna og þessi síða er afurð okkar í lokaverkefni 10. bekkjar í Laugalækjaskóla. Við ákváðum að fjalla um snjalltæki og áhrif þeirra á svefn þar sem þetta er stórt vandamál hjá börnum og unglingum nú til dags. Einnig vildum við fjalla aðeins um skjáheilkenni.  

Við ákváðum að rannsóknarspurningin okkar yrði:

Hvernig hafa snjalltæki áhrif á svefn?

Svefn

Svefn er náttúruleg og nauðsynleg hvíld manna og dýra og flestir telja að hann sé nauðsynlegur til að hvíla og endurnæra huga og heila. Ólíkt því sem margir halda þurfa þeir sem hreyfa sig mikið ekki meiri svefn en kyrrsetufólk.

Skjáheilkenni

Rafrænt skjáheilkenni er nýyrði sem lýsir skaðlegum einkennum ofnotkunar á snjalltækjum. Rafrænt skjáheilkenni er íslensk þýðing á Electronic Screen Syndrome.

Snjalltæki

Hugtakið snjalltæki er tiltölulega nýtt hugtak í íslensku máli og er hvergi skilgreint í orðasöfnum. Þegar fólk talar um snjalltæki á það oftast við snjallsíma og spjaldtölvur eða þau tæki sem eru með baklýstan snertiskjá og nettengingu.

bottom of page