top of page

Skjáheilkenni

Rafrænt skjáheilkenni er nýyrði sem lýsir skaðlegum einkennum ofnotkunar á snjalltækjum. Rafrænt skjáheilkenni er íslensk þýðing á Electronic Screen Syndrome.

Einkenni skjáheilkennis eru mörg en þau helstu hjá börnum eru viðvarandi pirringur, erfiðleikar við að hætta í tækjum, kvíði, svefntruflanir og jafnvel þunglyndiseinkenni. Hjá strákum eru einkennin örlítið öðruvísi en hjá stelpum, hjá strákunum tengist þetta oft ofbeldisleikjunum sem þeir spila. Þeir verða ekki eins næmir á tilfinningar annarra og lenda jafnvel í slagsmálum.

Ef svar þitt er já við flestum af eftirfarandi spurningum þá er hugsanlegt að barnið þitt sé með skjáheilkenni. Er barnið ofurviðkvæmt fyrir áreiti? Tekur það æðisköst? Verður það pirrað þegar það er tekið frá skjánum og er það upptendrað stóran hluta sólarhrings? Er erfitt fyrir barnið að halda augnsambandi? Laðast barnið að rafrænum skjám eins og fluga að ljósi? Er eins og barnið sé ekki eins hamingjusamt og áður? Á það erfitt með að eignast vini? Hefur áhugamálum fækkað? Fara einkunnir lækkandi?

Læknar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) hafa séð þessi einkenni og segja að börn hafi komið á göngudeild spítalans vegna þessara einkenna. Stundum er barnið svo illa haldið að það hafi þurft að leggja það inn til að fjarlægja allt rafrænt áreiti.

Það eru til dæmi um að börn frá 6 ára aldri og allt upp í 18 ára glími við vanda vegna tölvunotkunar. Einkenni vandans eru að það er erfitt að fá börnin til að hætta í tækinu, þau lenda í hegðunarvanda í skóla, á heimilinu eða með vinum. Geðræn einkenni lýsa sér í kvíða og/eða depurð. Þetta truflar líka svefn þeirra.

Björn Hjálmarsson er barnalæknir á BUGL. Hann segir mikla tölvunotkun geta leitt til örorku. Örorka nefnist það þegar einstaklingur hefur takmarkaða starfsgetu sökum lömunar, fötlunar eða sjúkdóms. Hann nefnir dæmi um að geðlæknar á BUGL hafi þurft að leggja unga drengi á aldrinum 16 til 18 ára inn á geðdeild. Strákarnir eru annað hvort í tölvunni eða í rúminu og hafa einangrað sig frá samfélaginu og stunda hvorki skóla né vinnu.

bottom of page